Barnaspítala Hringsins hefur verið færður fjöldi leikfanga sem var keyptur fyrir andvirði af sölu myndverka eftir Erlu Maríu Árnadóttur myndskreyti sem voru á einkasýningu hennar í Gerðubergi í nóvember 2013. Sýningin hafði yfirskriftina „Traustur vinur“. Erla María og Jónas Valtýsson, grafískur hönnuður, reka saman hönnunarfyrirtækið Vinnustofu Erlu og Jónasar og mættu þau, ásamt börnum sínum, á leikstofu Barnaspítala Hringsins til að afhenda gjöfina.
Erla María segist hafa ákveðið að þema sýningarinnar yrði „ósýnilegir vinir“ barna og að hún hafi fengið að láni raunverulegar frásagnir fólks hvaðanæva að úr heiminum til að myndgera fyrir sýninguna. „Okkur Jónasi fannst tilvalið að selja verk sýningarinnar ódýrt svo að „venjulegt fólk" hefði tök á að fjárfesta í upprunalegu listaverki og að þessir ósýnilegu vinir myndu eignast góð heimili. Í ljósi þess að ég fékk sögurnar lánaðar frá börnum fannst okkur þetta vera frábært tækifæri til að láta söluandvirði verkanna hjálpa fleiri börnum, líkt og þessir ósýnilegu vinir hefðu hjálpað þessum börnum. Verandi ung hjón, með lítið á milli handanna, var þetta líka eini möguleikinn sem við sáum til þess að láta gott af okkur leiða fjárhagslega.“
Með sölu verkanna söfnuðust 250 þúsund krónur. „Okkur langaði að nota þann pening til að gleðja börnin beint, með dóti og afþreyingu, þar sem það er í takt við vinnu okkar. Við teiknum og hönnum mikið fyrir börn“.
Gjöfin var afhent 19. febrúar sem gefendum þótti viðeigandi því þann dag árið 2013 fæddist dóttir þeirra, Saga Dimmey, í Hreiðrinu á Landspítala. Fyrir áttu þau Gabríel Mána, 9 ára. „Við vildum leyfa þeim að upplifa með okkur gleðina sem felst í því að gleðja þá sem minna mega sín og kenna þeim að vera þakklát fyrir það sem þau hafa,“ segir Erla María Árnadóttir.
Erla María segist hafa ákveðið að þema sýningarinnar yrði „ósýnilegir vinir“ barna og að hún hafi fengið að láni raunverulegar frásagnir fólks hvaðanæva að úr heiminum til að myndgera fyrir sýninguna. „Okkur Jónasi fannst tilvalið að selja verk sýningarinnar ódýrt svo að „venjulegt fólk" hefði tök á að fjárfesta í upprunalegu listaverki og að þessir ósýnilegu vinir myndu eignast góð heimili. Í ljósi þess að ég fékk sögurnar lánaðar frá börnum fannst okkur þetta vera frábært tækifæri til að láta söluandvirði verkanna hjálpa fleiri börnum, líkt og þessir ósýnilegu vinir hefðu hjálpað þessum börnum. Verandi ung hjón, með lítið á milli handanna, var þetta líka eini möguleikinn sem við sáum til þess að láta gott af okkur leiða fjárhagslega.“
Með sölu verkanna söfnuðust 250 þúsund krónur. „Okkur langaði að nota þann pening til að gleðja börnin beint, með dóti og afþreyingu, þar sem það er í takt við vinnu okkar. Við teiknum og hönnum mikið fyrir börn“.
Gjöfin var afhent 19. febrúar sem gefendum þótti viðeigandi því þann dag árið 2013 fæddist dóttir þeirra, Saga Dimmey, í Hreiðrinu á Landspítala. Fyrir áttu þau Gabríel Mána, 9 ára. „Við vildum leyfa þeim að upplifa með okkur gleðina sem felst í því að gleðja þá sem minna mega sín og kenna þeim að vera þakklát fyrir það sem þau hafa,“ segir Erla María Árnadóttir.