FMB teymið er samstarfsverkefni kvenna- og barnasviðs og geðsviðs. Teymið sinnir tengslaeflandi vinnu fyrir foreldra sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda, vímuefnaneyslu og/eða langvinnan margþættan vanda á meðgöngu og fyrsta ári barns.
FMB teymið hefur haft starfsaðstöðu í geðdeildarbyggingunni á Landspítala Hringbraut og í húsnæði kvennadeildar undanfarin þrjú ár. Teymið hefur nú fengið til afnota hús á lóð Klepps og þangað flutti það starfsemi sína 1. febrúar 2014. Teymið fékk veglegan fjárstyrk frá Minningargjafasjóði Landspítala sem hefur gert því kleift að innrétta húsnæðið og kaupa þann útbúnað sem hæfir starfseminni.