Landspítalinn við Hringbraut er upplýstur í rauðum lit og verður þannig út febrúar 2014. Með þessu er minnt á GoRed sem er alheimsátak á vegum World Heart Federation.
GoRed stendur nú í fimmta sinn fyrir átaki til að fræða konur um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, einkenni og hvernig megi minnka líkur á að fá þessa sjúkdóma.
GoRed á Íslandi er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Heilaheilla og Hjartaheilla auk fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga og fleira fagfólks.
Verndari átaksins á Íslandi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Leit
Loka