Staða fólks með færni- og heilsumat var nýverið rædd á fundi fulltrúa í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins með forstöðumönnum hjúkrunarheimila í umdæminu sem forstjóri Landspítala boðaði til. „Ljóst er að mikill vilji er hjá öllum að mæta þörfum aldraðra en skortur á fjármagni er nokkur þröskuldur," segir Páll Matthíasson í forstjórapistli. „Þrátt fyrir það eru ýmsar leiðir til að liðka samskipti og bæta ferla sem þurfa að vera í lagi svo unnt sé að nýta það sem til staðar er að fullu.“ Forstjórinn minnir til dæmis á að Vífilsstaðir verði bráðlega fullnýttir með 42 rýmum´.
Leit
Loka