Bókaútgáfan Sögur gaf Draumaland út árið 2006 og ensk þýðing kom síðan út hjá Carroll og Brown í
Bretlandi árið 2012. Á ensku heitir bókin „Sweet dreams“ og var bætt í hana þremur köflum frá íslensku útgáfunni; um lífeðlisfræði svefns, vöggudauða og einstæða foreldra. Síðasta hálfa árið hefur Draumaland litið dagsins ljós á hinum ýmsu tungumálum. Hún er komin út hjá Kosel í Þýskalandi undir nafninu Sweet Dreams en með undirtitli á þýsku, hjá Hurtubise í Frakklandi undir nafninu Bonne Nuit, Bébé og hjá Muza í Póllandi heitir bókin Slodkich snow. Draumaland er einnig komin út hjá Kosmos á hollensku. Útgáfurétturinn hefur auk þessa verið keyptur til Kína, Kóreu og Svíþjóðar þar sem bókin er í vinnslu.
Draumaland Örnu Skúladóttur á fjölda tungumála
Draumaland, bók Örnu Skúladóttur,
sérfræðings í barnahjúkrun, um svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs, kemur nú út í þýðingum í hverju landinu á fætur öðru. Í bókinni er fjallað heildrænt um þroska, daglegt líf, líðan barna og foreldra, nætursvefn og daglúra. Bókina byggði Arna m.a. á rannsóknum sínum á þessu sviði og reynslu af göngudeild Barnaspítala Hringsins þar sem hún sinnir árlega mörg hundruð börnum og foreldrum þeirra. Bókin er skrifuð fyrir uppalendur og aðra sem annast ung börn með það í huga að veita hagnýtar leiðbeiningar. Heimur barnsins er skoðaður í ljósi svefnsins, fjallað um hlutverk foreldra, leiðir að bættum svefnvenjum og hvernig hægt sé að leysa svefnvandamál barna.