Kristbjörn I. Reynisson hefur verið ráðinn yfirlæknir rannsóknarinngripa og æðaþræðinga á röntgendeild Landspítala frá 1. febrúar 2014.
Kristbjörn útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1986. Hann stundaði framhaldsnám í myndgreiningu við Landspítala, Borgarspítala og Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og fékk sérfræðileyfi í greininni árið 1993. Kristbjörn hefur starfað sem sérfræðilæknir við Landspítala frá árinu 1995 með sérstakri áherslu á rannsóknarinngrip og æðaþræðingar. Jafnframt störfum sínum á röntgendeild hefur hann sinnt kennslu í myndgreiningu læknanema og geislafræðinga við Háskóla Íslands og áður Tækniskóla Íslands.
Leit
Loka