Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari á Landspítala, heldur ljósmyndasýningu og fyrirlestur á vegum listmuna- og minjanefndar Landspítala og Starfsmannafélags Landspítala í Hringsal við Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 5. febrúar 2014, kl. 16:15.
Frá 1992 hefur Þorkell unnið að heimildarverkefni í svart/hvítum ljósmyndum sem kallast „Hvernig maðurinn lifir af”. Verkefnið sýnir daglegt líf einstaklinga við erfiðar aðstæður vegna stríðs, fátæktar, veikinda eða óvægins umhverfis.
Frá 1992 hefur Þorkell unnið að heimildarverkefni í svart/hvítum ljósmyndum sem kallast „Hvernig maðurinn lifir af”. Verkefnið sýnir daglegt líf einstaklinga við erfiðar aðstæður vegna stríðs, fátæktar, veikinda eða óvægins umhverfis.
Ljósmyndir eru frá Eþíópíu, Búrma, Indónesíu, Sri Lanka, Rúanda, Súdan, Nígeríu, Palestínu, Írak, Kambódíu, Afganistan og Móngólíu.
Þorkell tók við af Inger Helen Bóasson sem ljósmyndari á spítalanum síðastliðið sumar.
Boðið er upp á léttar veitingar í hléi.