Skilafrestur ágripa vegna bráðadagsins 2014 hefur verið framlengdur og rennur út 10. febrúar.
Bráðadagurinn er ráðstefna um rannsóknir og verkefni tengd bráðasviði. Hann verður föstudaginn 7. mars 2014 að Hótel Natúra.
„Þegar á reynir“ er þema dagsins.
• Óskað er eftir erindum sem tengjast þema dagsins.
• Umfjöllunarefnin geta verið: Viðbúnaður, sjúkraflug, samskipti, sjúkdómar, öryggi, slys, sjúkraflutningar og fleira.
• Sérstaklega er óskað eftir erindum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti með Læknablaðinu.
Ágrip skulu vera að hámarki 350 orð og innihalda: Bakgrunn, markmið, aðferð, niðurstöður og ályktanir.
Ágrip skulu send með tölvupósti á bradadagurinn@landspitali.is
Nánari upplýsingar hjá undirbúningshópnum:
Anna I. Gunnarsdóttir
Brynjólfur Mogensen
Davíð Björn Þórisson
Lovísa Jónsdóttir
Sólrún Rúnarsdóttir
Þórdís K. Þorsteinsdóttir verkefnastjóri, thordith@landspitali.is; s. 543 8218