Landspítali og lækningavörufyrirtækið Kerecis ehf. undirrituðu í dag, 24. janúar 2014, samstarfssamning um klínískar rannsóknir. Samningurinn var undirritaður á Læknadögum sem eru árleg ráðstefna sem haldin er af Læknafélagi Íslands og staðið hefur yfir í Hörpu þessa viku. Kerecis á Ísafirði er upprennandi fyrirtæki sem skapað hefur sér mikla sérstöðu á heimsvísu með því að nota þorskroð sem ígræðsluefni í menn.Í fyrsta rannsóknarverkefni samningsins verður öramyndun í gjafasárum rannsökuð. Gjafasár eru sár sem verða til þegar húð er fjarlægð til notkunar á öðrum stað á líkama sama einstaklings. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa. Annar hópurinn verður meðhöndlaður með MariGen Omega3 stoðefni Kerecis og hinn hópurinn með hefðbundinni meðhöndlun. Fyrirhugaðar eru rannsóknir á sviði þrálátra sára, kviðslitsviðgerða, enduruppbyggingar á brjóstum eftir krabbamein og viðgerða á heilabasti (himnan á milli heila og höfuðkúpu).
Í fyrsta rannsóknarverkefni samningsins verður öramyndun í gjafasárum rannsökuð. Gjafasár eru sár sem verða til þegar húð er fjarlægð til notkunar á öðrum stað á líkama sama einstaklings. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa. Annar hópurinn verður meðhöndlaður með MariGen Omega3 stoðefni Kerecis og hinn hópurinn með hefðbundinni meðhöndlun. Fyrirhugaðar eru rannsóknir á sviði þrálátra sára, kviðslitsviðgerða, enduruppbyggingar á brjóstum eftir krabbamein og viðgerða á heilabasti (himnan á milli heila og höfuðkúpu).Kerecis hóf nýverið sölu á fyrsta MariGen Omega3 stoðefninu. Um er að ræða vöru sem ætluð er til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Algengustu tegundir þrálátra sára eru bláæðasár, slagæðasár, sykursýkissár og legusár. MariGen Omega3 er selt á Íslandi, í Bretlandi og í nokkrum löndum Mið-Austurlanda. Sala á fleiri mörkuðum er í burðarliðnum. Kerecis vinnur að þróun fleiri gerða af MariGen Omega3 stoðefninu m.a. til meðhöndlunar á kviðslitum, til enduruppbyggingar á brjóstum og viðgerða á heilabasti.
MariGen Omega3 stoðefnið er roð úr íslenskum þorski. Stoðefnið er búið til með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni úr roðinu. Eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Stoðefni úr roði og mannahúð eru að uppistöðu til eins, meginmismunurinn liggur í Omega3 fitusýrum sem ekki finnast í vef spendýra.
Þegar MariGen Omega3 stoðefnið er lagt við skaðaðan vef nýtist efnið sem stoðgrind fyrir frumur líkamans auk þess að draga úr styrk niðurbrotsensíma. Frumur líkamans leita inn í efnið, skipta sér, og ef aðstæður eru réttar, skilja eftir endurskapaða húð.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
“Við hérna á Landspítalanum höfum mikinn áhuga á því að bæta þau meðhöndlunarúrræði sem læknar hafa úr að spila. Kerecis hefur þróað áhugaverða tækni sem á möguleika á því að hasla sér völl sem ígræðsluefni. Með því að opna dyr okkar fyrir prófunum á efninu flýtum við vonandi fyrir að til verði tækni sem leyst getur ýmis vandamál sem fylgja þeim ígræðsluefnum sem eru á markaði í dag.“
Baldur Tumi Baldursson yfirlæknir, læknisfræðilegur stjórnandi Kerecis
“Markmið okkar er að festa MariGen Omega3 stoðefnið í sessi sem besta valkostinn þegar til stendur að nota líffræðileg ígræðsluefni frekar en ígræðsluefni úr gerviefnum. Samstarfssamningurinn við Landspítalann mun gera okkur snarari í snúningum þannig að framkvæma megi fleiri rannsóknir á skemmri tíma.“
Hilmar Kjartansson yfirlæknir, yfirmaður klínískrar þróunar Kerecis
„Fyrsta rannsóknarverkefnið sem við ætlum að framkvæma eftir undirritun samstarfssamningsins er rannsókn á öramyndun í gjafasárum. Gjafasár eru sár sem verða til þegar húð er fjarlægð til notkunar á öðrum stað á líkama sama einstaklings. Fyrri rannsóknir okkar benda til þess að öramyndun sé minni í sárum sem meðhöndluð eru með MariGen Omega3 en með hefðbundnum aðferðum. Í rannsókninni ætlum við að staðfesta að munurinn á öramyndun sé tölfræðilega marktækur“.
Um Kerecis
Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Á markaði keppa stoðefni Kerecis við stoðefni sem m.a. eru búin til úr mannahúð, svínahúð og svínaþörmum. Stoðefni unnin úr roði hafa forskot fram yfir önnur stoðefni á markaði s.s. minni smithættu, trúarlegt umburðarlyndi, auk þess að innihalda Omega3 fjölómettaðar fitusýrur. Stoðefni Kerecis eru framleidd undir vörumerkinu MariGen Omega3. Fyrirtækið framleiðir einnig sérhæfð rakakrem undir vörumerkinu MariCell Omega3 sem seld eru í lyfjaverslunum um land allt og notuð eru á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum. Framleiðsla Kerecis er á Ísafirði og rekur félagið einnig starfsstöð í Reykjavík.
Frekari uppýsingar um Kerecis vefsíðunni www.kerecis.com