Bein útsending á Læknadaga í Hörpu frá holsjáraðgerðum á meltingardeild Landspítala 21. janúar 2014 tókst mjög vel. Í Hörpu fylgdist fjöldi fólks með maga- og ristilspeglununum meltingarlækna úr tveimur speglunarstofum við Hringbraut. Útsending var til skiptis úr stofunum tveimur þar sem sáust bæði myndir úr kviðarholi sjúklingsins og af læknum og hjúkrunarfólki á speglunarstofunum. Læknarnir báru hljóðnema og gátu lýst því sem bar fyrir augu og ráðfært sig við sérfræðilæknana sem voru í panel í Hörpu en þeir voru líka með hljóðnema. Fólkið í salnum sá og heyrði allt mjög vel og gat spurt speglunarlæknana ef því sýndist svo.
Útsendingin Í Hörpu fór um ljósleiðara og var í mestu mögulegu hljóð- og myndgæðum. Starfsmenn í heilbrigðistækni á Landspítala annaðist sendinguna í samstarfi við Nýherja sem naut stuðnings fyrirtækjanna Icepharma, Inter, Fastus, Pentax Medical, Olympus og Ferring.
Speglunarlæknar: Ásgeir Theodórs, Guðmundur Ragnarsson, Jón Örvar Kristinsson og Óttar Bergmann.
Fundarstjórar í Hörpu: Einar Stefán Björnsson, Hallgrímur Guðjónsson og Kjartan Örvar.
Panell í Hörpu: Guðrún Vignisdóttir, Kristín Huld Haraldsdóttir, Sigurður Blöndal, Sunna Guðlaugsdóttir, Tryggvi Stefánsson og Þóranna Tryggvadóttir.