Hilmar Kjartansson hefur verið settur yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Fossvogi frá 1. febrúar 2014 til eins árs. Hilmar stundaði nám í almennum lyflækningum við Landspítala og síðan bráðalækningum í Christchurch á Nýja Sjálandi. Hann starfaði sem sérfræðingur á Nýja Sjálandi og Ástralíu áður en hann flutti heim 2011 og hefur síðan starfað sem sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Hilmar hefur m.a. unnið að fjölmörgum ,,lean" verkefnum á Landspítala, verið í undirbúningsnefnd vegna hönnunar nýrrar bráðamóttöku á Landspítala við Hringbraut og er í stýrihópi viðbragðsáætlunar LSH.
Leit
Loka