Kvennadeild Landspítala hefur, eftir faglega úttekt, fengið viðurkenningu framhaldsnámsnefndar Evrópusamtaka fæðingar- og kvensjúkdómalækna (European Board and College of Obstetrics and Gynecology, EBCOG) fyrir framhaldsnám í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum sem er í boði á deildinni. Nefndarfulltrúar komu hingað til lands í nóvember 2013 og gerðu úttekt á framhaldsnáminu og möguleikum á að auka við það. Rætt var við stjórnendur kvenna- og barnasviðs, stjórnendur framhaldsnáms á spítalanum, forstöðumenn tveggja tengdra fræðigreina og sérnámslækna á kvennadeild. Niðurstöður úttektarinnar voru mjög jákvæðar og leggja grunn að bættu og lengra framhaldsnámi á kvennadeildinni. Fagleg þýðing felst einkum í því að kvennadeild er nú á lista yfir viðurkennda framhaldsnámsstaði í Evrópu. Slíkt ætti að auðvelda íslenskum læknum að komast í framhaldsnám í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum á meginlandinu og víðar erlendis. Auk þess felst í þessu viðurkenning fyrir Landspítala í heild.
Úttektarskjalið og hin formlega viðurkenning EBCOG til næstu þriggja ára