Barnaspítalinn hefur fengið að gjöf 5 Fuitsju spjaldtölvur, ásamt forritum, til minningar um Sigurð Sigurðsson sem fæddist 4. október 1970 og lést 22. desember 1985. Gefendur eru Sigurður Ingvarsson, Kristín Guðmundsdóttir og fjölskylda í minningu sonar, bróður, mágs og frænda. Sigurður var þroskaheftur en hann fæddist með súrefnisskort við heila.
Sigurður Ingvarsson og fjölskylda eru með fyrirtæki sem heitir SI raflagnir ehf. Gjöfin er keypt fyrir hluta af tengigjaldi sem fólk borgar fyrir leiðiskrossa á leiði ástvina sinna í kirkjugarðinum í Garðinum.
Fjölskyldan hefur gert sambærilegt til fjölda ára og margir notið góðs af.
Sigurður Ingvarsson og fjölskylda eru með fyrirtæki sem heitir SI raflagnir ehf. Gjöfin er keypt fyrir hluta af tengigjaldi sem fólk borgar fyrir leiðiskrossa á leiði ástvina sinna í kirkjugarðinum í Garðinum.
Fjölskyldan hefur gert sambærilegt til fjölda ára og margir notið góðs af.