Nýju sjúkrarúmin sem Minningargjafasjóður Landspítala gaf eru komin í hús og byrjað að skipta út gömlum rúmum fyrir þau. Alls eru þetta um 100 rúm og var þeim fyrstu komið fyrir á taugalækningadeild B2 í Fossvogi fimmtudaginn 16. janúar 2014. Nýju rúmin bíða svo þess í röðum að vera komið fyrir á sjúkradeildum. Þetta eru mjög fullkomin og vel stillanleg rafmagnsrúm. Til þessa hafa aðeins verið til tvö svipuð rúm á spítalanum, þ.e. á gjörgæsludeild en nýju rúmin verða hins vegar á legudeildum spítalans. Því fer fjarri að hægt verði að skipta út öllum gömlu sjúkrarúmum við þessa endurnýjun. Mikill árangur næst samt en þess er vænst að hægt verði að halda áfram á þessari braut sem hraðast en slíkt ræðst fyrst og fremst af fjárráðum.
Nýju rúmin bíða í röðum |
Gömlu rúmin bíða örlaga sinna |
Fullbúið rúm komið á sinn stað |
Nýja rúmið er vel stillanlegt |