„Það viðbótarfjárframlag sem afgreitt var á milli umræðna á Alþingi til spítalans verður vel nýtt enda ljóst að víða kreppir að eftir langt niðurskurðartímabil. Við höfum sérstaklega beint sjónum að starfseiningum þar sem verulega mæðir á í mannafla og stigin verða skref til að bæta mönnun svo unnt sé að takast á við verstu krísurnar og draga úr breytilegri yfirvinnu. Samhliða er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð sem hafin var í haust að bæta Landspítala almennt sem vinnustað“.
Frágangur fjárhagsáætlunar, stuðningur við heilsueflingu og mikið álag á bráðamóttöku og legudeildir um þessar mundir eru til umfjöllunar í forstjórapistli Páls Matthíassonar.Forstjórapistill 17. janúar 2014