Fæðingardeild Landspítala hefur verið færður að gjöf La-z-boy stóll fyrir verðandi foreldra og nýbakaða. Stóllinn var keyptur fyrir ágóða af hádegisjólatónleikum sem voru í Háteigskirkju 13. desember 2013 þar sem ýmsir listamenn fluttu hátíðlega jólatónlist, íslenska og erlenda. Jólatónleikar í röð hádegistónleika í kirkjunni eru jafnframt árlegir styrktartónleikar.
Hljómsveit:
Strengjameðlimir Stillu - Sólrún Gunnarsdóttir fiðla, Margrét Soffía Einarsdóttir fiðla, Þórunn Harðardóttir víóla og Gréta Rún Snorradóttir selló ásamt Kára Allanssyni organista og Lilju Eggertsdóttur píanóleikara.
Söngvarar:
Einar Clausen tenór, Kristján Jóhannesson barítón, Sigríður Aðalssteinsdóttir mezzosópran og Ragnhildur Þórhallsdóttir sópran.
Lilja Eggertsdóttir píanóleikari er listrænn stjórnandi hádegistónleika í Háteigskirkju. Hún afhenti fæðingardeildinni stólinn 10. janúar 2014.
Hljómsveit:
Strengjameðlimir Stillu - Sólrún Gunnarsdóttir fiðla, Margrét Soffía Einarsdóttir fiðla, Þórunn Harðardóttir víóla og Gréta Rún Snorradóttir selló ásamt Kára Allanssyni organista og Lilju Eggertsdóttur píanóleikara.
Söngvarar:
Einar Clausen tenór, Kristján Jóhannesson barítón, Sigríður Aðalssteinsdóttir mezzosópran og Ragnhildur Þórhallsdóttir sópran.
Lilja Eggertsdóttir píanóleikari er listrænn stjórnandi hádegistónleika í Háteigskirkju. Hún afhenti fæðingardeildinni stólinn 10. janúar 2014.