Ída Braga Ómarsdóttir sjúkraþjálfari hefur verið ráðin starfseiningastjóri sjúkraþjálfunar á Grensási frá 1. janúar 2014. Ída tekur við af Sigrúnu Knútsdóttur sem hefur látið af starfi yfirsjúkraþjálfara á Grensási eftir 40 ára farsælt starf við spítalann, þar af sem stjórnandi sjúkraþjálfunar á Grensási til 33 ára. Sigrún mun áfram starfa sem ráðgjafi um mænuskaða og sinna uppbyggingu á starfsþróunarkerfi fyrir sjúkraþjálfara spítalans. .
Ída Braga lauk B.S. prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún hefur víðtæka starfsreynslu sem sjúkraþjálfari bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún starfaði sem staðgengill yfirsjúkraþjálfara Grensásdeildar frá desember 2012. Ída Braga hefur einnig tekið þátt í Lean-verkefnum á vegum spítalans.