Strax í upphafi nýs árs 2014 hófust framkvæmdir við seinni hluta geðgjörgæsludeildar 32C á Landspítala Hringbraut en fyrri áfangi var unninn síðastliðið sumar. Loftræsilagnir eru endurnýjaðar og sprinklerkerfi sett í loft og þau endurnýjuð. Lýsing er endurnýjuð, sérstakar hurðir með gluggum settar á sjúkrastofur og brúni liturinn mun hverfa af deildinni. Stefnt er að því að verkinu ljúki 19. febrúar. Stór hluti framkvæmdakostnaðar er greiddur af Á allra vörum sem stóð fyrir sérstakri söfnun á síðasta ári fyrir geðgjörgæsluna.
Leit
Loka