Í dag er síðasti dagur jólahátíðarinnar og hefur aðventan og jólahátíðin verið viðburðarík á Landspítala að vanda. Fjölmargir notuðu síðastliðinn mánuð til að styðja við ýmsar starfseiningar Landspítala, „Kórdrengir“ Olíverslunar Íslands færðu bráðadeild spítalans tækjagjöf, fjölskylda í Reykjavík færði BUGL peningagjöf, kvennalandsliðið í fótbolta og kvennalandsliðið í handbolta öttu kappi til styrktar Barnaspítala Hringsins – bara svo fátt eitt sé nefnt. Hlýhugur fólks af landinu öllu í garð Landspítala er okkur stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar afar mikilvægur og má segja að hinn „landlægi“ stuðningur hafi endurspeglast sérstaklega vel í átaki Þjóðkirkjunnar sem efndi til samskota um land allt til söfnunar fyrir línuhraðli.
Framkvæmdastjórn Landspítala vinnur nú að rekstraráætlun yfirstandandi árs. Vinnu við fjárlög 2014 lauk á Alþingi stuttu fyrir jól og var fjármagn til spítalans aukið umtalsvert. Ljóst er að margar starfseiningar bíða löngu tímabærra leiðréttinga á rekstrargrunni sínum og miðar vinna framkvæmdastjórnar að forgangsröðun í þá veru. Megináherslan verður á að bæta Landspítala sem vinnustað enda er mannauður stofnunarinnar mikilvægastur. Við höfum verið að feta brautina að bættum vinnustað síðustu vikur en öllum er ljóst að það er að ótal mörgu að hyggja enn.
Enda þó starfsemi Landspítala dragist nokkuð saman um hátíðar er spítalinn alltaf opinn landsmönnum öllum. Því er öllu jafna fjöldi fólks við sín mikilvægu störf á stofnunni hvort heldur klukkan slær sex á aðfangadag eða á venjulegum þriðjudegi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim starfsmönnum sem stóðu vaktina þessar hátíðar sérstaklega, um leið og ég óska öllum gleðilegs árs.
Framkvæmdastjórn Landspítala vinnur nú að rekstraráætlun yfirstandandi árs. Vinnu við fjárlög 2014 lauk á Alþingi stuttu fyrir jól og var fjármagn til spítalans aukið umtalsvert. Ljóst er að margar starfseiningar bíða löngu tímabærra leiðréttinga á rekstrargrunni sínum og miðar vinna framkvæmdastjórnar að forgangsröðun í þá veru. Megináherslan verður á að bæta Landspítala sem vinnustað enda er mannauður stofnunarinnar mikilvægastur. Við höfum verið að feta brautina að bættum vinnustað síðustu vikur en öllum er ljóst að það er að ótal mörgu að hyggja enn.
Enda þó starfsemi Landspítala dragist nokkuð saman um hátíðar er spítalinn alltaf opinn landsmönnum öllum. Því er öllu jafna fjöldi fólks við sín mikilvægu störf á stofnunni hvort heldur klukkan slær sex á aðfangadag eða á venjulegum þriðjudegi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim starfsmönnum sem stóðu vaktina þessar hátíðar sérstaklega, um leið og ég óska öllum gleðilegs árs.