Ingileif Jónsdóttir forstöðunáttúrufræðingur við ónæmisfræðideild Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands var meðal þeirra sem forseti Íslandi veitti heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag 2014. Hún fékk riddarakross fyrir
kennslu og rannsóknir á sviði ónæmisfræða.
Ingileif á að baki farsælan feril sem vísindamaður og kennari. Hennar sérsvið og rannsóknarsvið sem prófessor í ónæmisfræði hefur verið ónæmiskerfi nýbura, bólusetningar slímhúðarbólusetningar, nýburabólusetningar, ónæmisminni, samspil sýkla og hýsla og erfðafræði sjálfsofnæmissjúkdóma, bólgusjúkdóma, smitsjúkdóma og ónæmissvara.