Gæða- og sýkingavarnadeild tilheyrir vísinda- og þróunarsviði. Hún hefur meðal annars það hlutverk að stuðla að árangursríku gæða- og sýkingarvarnastarfi í samvinnu við aðrar deildir Landspítala og leggur áherslu á sífelldar umbætur til aukinna gæða og öryggis í þjónustu við sjúklinga. Markviss úrvinnsla atvika og ritstjórn sjúkraskrár í þágu sjúklinga eru einnig mikilvæg verkefni deildarinnar.
Elísabet hefur starfað sem yfirlæknir bráðalækninga frá 2010. Hún er sérfræðingur í lyflækningum, gjörgæslulækningum og bráðalækningum auk þess sem hún hefur meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu. Elísabet hefur víðtæka klíníska reynslu og reynslu í stjórnun. Hún hefur unnið að og stýrt mörgum gæða- og umbótaverkefnum á bráðasviði síðastliðinn áratug og öðlast góða reynslu í árangursstjórnun, breytingarstjórnun og LEAN.