Heilbrigðissvið Icepharma færði taugalækningadeild B2 á Landspítala að gjöf bakpoka og statíf sem ætlað er til notkunar við sondunæringargjöf. Með notkun bakpokans er komið í veg fyrir að viðkomandi einstaklingur sem er að fá sondunæringu þurfi að vera rúmliggjandi meðan á næringargjöfinni stendur. Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri á taugalækningadeild B2 og Guðlaug Gísladóttir næringarráðgjafi tóku við gjöfinni af Hildi Hjartardóttur, sölu- og markaðsstjóra hjá heilbrigðissviði Icepharma, 20. desember 2013