Gjöf Soffíu er til minningar um eiginmann hennar, Sæmund Kristinn Klemensson, sem var úr Vogunum. Hann glímdi við hjartasjúkdóm og lést 28. október 2010 fyrir aldur fram.
Landspítali á öflugan bakhjarl í þessari fjölskyldu af Suðurnesjum. Fyrir skömmu afhenti sonur hennar, Klemens Sæmundsson, blóðlækningadeild tæpa eina milljón króna sem safnaðist í tengslum við hringferð hans um landið á hjóli. Hérna er hægt að lesa um það ferðalag.
Mynd: Soffía G. Ólafsdóttir gaf afmælispeninginn hjartadeild 14E/G sem keypti fyrir hann sjúkradýnu - Soffía með börnum sínum Klemens, Hlíðari, Ínu og Ólafi ásamt Bylgju Kærnested deildarstjóra og hjartalæknunum Karli Andersen og Gesti Þorgeirssyn