Dómnefnd skipuðu Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt, formaður, Þorkell Þorkelsson ljósmyndari og Margrét Tómasdóttir, verkefnastjóri gæðamála. Umsjónarmaður keppninnar var Birna Gunnarsdóttir verkefnastjóri. Úrslit voru tilkynnt 19. desember 2013 í Hringsal og verðlaun afhent.
Listmuna- og minjanefnd var, auk dómnefndar, einróma um gæði þeirra ljósmynda sem sendar voru inn í keppnina. Greinilegt væri að víða innan raða starfsmanna Landspítala leyndust mjög góðir ljósmyndarar.
Starfsmenn, sjúklingar og gestir spítalans munu um ókomin ár fá að njóta þeirra hæfileika sem hér leynast.
Fyrstu um sinn verða myndirnar til sýnis í K-byggingu við Hringbraut.
Alls voru 10 ljósmyndir verðlaunaðar sérstaklega en einungis raðað í 1., 2. og 3. sæti. Fyrstu verðlaun voru Canon EOS M með 18-55 STM linsu frá Nýherja. Aðrir sem styrktu ljósmyndasamkeppnina með því að leggja til verðlaun voru Advania (flakkari), Opin kerfi (ljósmyndaprentari), Fastus (vinnuskór) og Mjólkursamsalan (ostakörfur).
Stækka myndir með því að smella á þær
Umsögn dómnefndar um myndirnar 10 (pdf)
1. verðlaun - Svífi vængjum þöndum Ljósmyndari: Rudolf Rafn Adolfsson hjúkrunarfræðingur |
2. verðlaun - Haustdögg
|
3. verðlaun - Haustbirta |