Afhentir verða tíu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala fimmtudaginn 19. desember 2013.
Athöfnin fer fram í Hringsal í hádeginu, kl. 12:00 til 13:00, og eru allir velkomnir.
Léttar veitingar fyrir framan Hringsal fyrir athöfnina.
Berglind Harper Kristjánsdóttir deildarlæknir
Meðumsækjandi: Ragnheiður I. Bjarnadóttir sérfræðilæknir
Rannsókn: Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og fósturköfnunar á Íslandi undanfarin 30 ár?
Erlendur Egilsson sálfræðingur
Meðumsækjandi: Ragnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor
Rannsókn: Heilsueflandi snjallsímahugbúnaður fyrir ungt fólk
Guðrún Dóra Bjarnadóttir deildarlæknir
Meðumsækjandi: Magnús Haraldsson, sérfræðilæknir og dósent
Rannsókn: Notkun methýlfenídats í æð meðal íslenskra vímuefnaneytenda
Meðumsækjandi: Þórður Þórkelsson yfirlæknir
Rannsókn: Miklir þungburar - fylgikvillar fæðingar fyrir móður og barn, áhætta á offitu á barnsaldri og efnaskiptamerki
Jónína Ingólfsdóttir deildarlæknir
Meðumsækjandi: Gunnar Guðmundsson, aðstoðaryfirlæknir og prófessor
Rannsókn: Miðmætisspeglanir á Íslandi: Ábendingar og árangur
Karl Erlingur Oddason deildarlæknir
Meðumsækjandi: Baldvin Þ. Kristjánsson sérfræðilæknir
Rannsókn: Innri geislameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi
Marianne Elisabeth Klinke hjúkrunarfræðingur
Meðumsækjandi: Helga Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarforseti
Rannsókn: Gaumstol eftir slag í hægri heilahvel
Rúnar Bragi Kvaran deildarlæknir
Meðumsækjandi: Gísli H. Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor
Rannsókn: D-vítamínbúskapur hjá bráðveikum sjúklingum
Sólveig Helgadóttir deildarlæknir
Meðumsækjandi: Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor
Rannsókn: Árangur hjartaaðgerða á Íslandi: Fylgikvillar, langtímahorfur og lifun
Sólborg Erla Ingvarsdóttir læknakandídat
Meðumsækjandi: Viðar Örn Eðvarðsson sérfræðilæknir
Rannsókn: Endurkomutíðni nýrnasteina hjá börnum