Sjá um rúmin á Youtube
Áætlað er að rúmin komi til landsins um miðjan janúar 2014. Unnið er að innleiðingaráætlun fyrir móttöku rúmanna og þjálfun starfsfólks til að nota þau og verður hún kynnt nánar síðar. Ákveðið hefur verið að rekstrarsvið eigi nýju rúmin, samkvæmt tillögu LEAN hóps framkvæmdastjórnar um flæði rúma.
Áhersla verður lögð á að skipta út fótstignum rúmum. Nýleg úttekt á Landspítala leiddi í ljós að á spítalanum eru um 130 fótstigin rúm. Hægt verður að taka þau út af legudeildum sjúkrahússins og búa betur að þeim mikið veiku sjúklingum sem þar liggja. Dagdeildir koma til með að þurfa að gera sér fótstignu rúmin að góðu enn um sinn en stefnt er að því að yfirfara þau og velja úr bestu rúmin fyrir þær. Einnig gætu eldri rafmagnsrúm flust yfir á dagdeildir að einhverju leyti.
Dýnur fylgja ekki þessum nýju rúmum og þurfa deildarstjórar því að gera viðeigandi ráðstafanir, þ.e. annað hvort taka dýnur úr rúmum sem fara frá legudeildum og setja í nýju rúmin eða panta nýjar á birgðastöð.
Vinnuhópur um ný sjúkrarúm
Vigdís Hallgrímsdóttir frá skurðlækningasviði
Stefanía Arnardóttir frá lyflækningasviði
Hildur Helgadóttir frá verkefnastofu
Valur Sveinbjörnsson á rekstrarsviði
Gylfi Skarphéðinsson frá rekstrarsviði
Á korktöflu
Á korktöflunni á forsíðu heimavefsins verður hægt að fylgjast með framvindu verkefnisins.
Einnig er hægt að hafa samband við framantalda í vinnuhópnum til að fá nánari upplýsingar