Tíu styrkir úr Vísindasjóði Landspítala verða fimmtudaginn 19. desember 2013 afhentir ungum vísindamönnum á Landspítala sem stunda klínískar rannsóknir. Hver þeirra nemur 1 milljón króna.
Athöfnin fer fram í Hringsal á Landspítala Hringbraut kl. 12:00 til 13:00 og eru allir velkomnir.
Athöfnin fer fram í Hringsal á Landspítala Hringbraut kl. 12:00 til 13:00 og eru allir velkomnir.
Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja rannsóknarvirkni ungra starfsmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref í vísindavinnu.
Fundarstjóri: Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri vísinda- og þróunarsviðs Landspítala.
Dagskrá
Styrkir til ungra vísindamanna
- Herdís Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor, fyfir hönd vísindaráðs LSH
Afhending styrkja
- Magnús Gottfreðsson yfirlæknir vísindadeildar
Styrkhafar kynna rannsóknir sínar í örfyrirlestrum
Léttar veitingar fyrir athöfnina
Skylt efni:
Styrkir til ungra vísindamanna 2012