Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi klíníska kennslu í starfi á Landspítala þegar kennsluviðurkenningar læknakandídata á spítalanum voru afhentar 3. desember 2013 í sjöunda sinn, eftir tilnefningar frá þeim sjálfum.
Elísabet Benedikz yfirlæknir tók við viðurkenningu fyrir hönd bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Bráðamóttakan hlaut viðurkenningu fyrir að skara fram úr í kennslu kandídata. Var þetta í þriðja sinn sem slík viðurkenning er veitt.
Viðurkenningarnar voru veittar á jólaskemmtun kandídata sem haldin er árlega í byrjun desember og var þá tekin hópmynd af þeim. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, kom í heimsókn og ræddi meðal annars um kulnun í starfi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og jólabakkelsi.