Tilfinningaraskanir barna er aðalumfjöllunarefni BUGL ráðstefnunnar sem verður föstudaginn 10. janúar 2014 á Reykjavík Natúra hótelinu.
Dagskrá frá 8:00 til 16:10. Philip C. Kendall prófessor í sálfræði, er aðalfyrirlesari .
Dagskrá frá 8:00 til 16:10. Philip C. Kendall prófessor í sálfræði, er aðalfyrirlesari .
BUGL hefur undanfarin ár staðið fyrir árlegum ráðstefnum þar sem markmiðið er að efla samvinnu í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu þeirra sem sinna þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir.
Auk þess er markmiðið að vekja athygli á rannsóknum og nýjum úrræðum í meðferð barna og unglinga með geðraskanir.
SKRÁNING á ráðstefnuna stendur yfir og lýkur 8. janúar. Upplýsingar er að finna á heimasíðu BUGL.