Flestar ljósmyndanna voru án ramma. Minningargjöf frá ættingjum Ögðu Vilhelmsdóttur (1916-2012) var notuð til að ramma myndirnar inn. Agða var sjúklingur á deildinni og lést þar.
Nýlega var myndunum komið fyrir á nýmálaðri deildinni og merkingar settar við hverja þeirra.
Ljósmyndina fyrir ofan tók Þorkell Þorkelsson, sem tók við af Inger Helene sem ljósmyndari á Landspítala, þegar ættingjar Ögðu komu í heimsókn á deildina. Hjónin Anna Jóhannesdóttir, hálfsystir Ögðu, Tómas Á. Jónasson læknir, mágur, ásamt Þórdísi Jóhannesdóttur, barnabarni þeirra hjóna. Einnig er á myndinni Gerður Sæmundsdóttir, deildarstjóri L-4 á Landakoti.
Að neðan er mynd af Inger Helene í Þórsmerkurferð Starfsmannafélags Landspítala árið 2010.