Með nýrri fæðingardeild og meðgöngu- og sængurlegudeild sem verða opnaðar 1. mars 2014 verður þjónusta deildanna við skjólstæðinga betri og öflugri.
Gert er ráð fyrir að breytingarnar stuðli að fjölgun eðlilegra fæðinga, samfella í umönnun fæðandi kvenna verði meiri og sængurkonur með börn á vökudeild verða nær börnum sínum í sængurlegu. Samhliða verður hægt að bæta aðstöðu og starfsumhverfi með betri nýtingu húsnæðis, um leið og álag á starfsfólk er jafnað.
Í nýju skipulagi felst að fæðingardeild og fæðingarhluti Hreiðurs munu sameinast í nýja fæðingardeild og meðgöngu- og sængurkvennadeild og sængurleguhluti Hreiðurs mun sameinast í nýja meðgöngu- og sængurlegudeild.Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir segir að í Hreiðrinu hafi ljósmæður leitt umönnun kvenna í fæðingu og sængurlegu með hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar að leiðarljósi. „Þessi þjónusta hefur verið mikilvægur valkostur fyrir fæðandi konur og það er markmið okkar að standa vörð um eðlilegar fæðingar á nýrri fæðingardeild. Mikilvægi þess er óumdeilt og er megináhersla okkar stjórnenda og starfsfólks að ná þessu markmiði“. Til að fylgja þessu eftir verða settir upp rauntímamælikvarðar sem sýna stöðuna frá degi til dags og tryggja að unnt verði að grípa til ráðstafana ef á þarf að hald