Hvatningarstyrkja Vísindasjóðs Landspítala verða afhentir í Hringsal föstudaginn 29. nóvember 2013.
Um er að ræða þrjá þriggja milljóna króna styrki til öflugra rannsóknarhópa á Landspítala sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu, meðal annars með birtingu vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum og öflun stórra styrkja.
Fundarstjórar verða framkvæmdastjórar vísinda- og þróunarsviðs Landspítala, Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.
Allir velkomnir! Léttar veitingar fyrir athöfnina.
Dagskrá kl. 12:00-13:00:
Opnun
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Ávarp
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Um hvatningarstyrki Vísindasjóðs LSH
Gísli H. Sigurðsson, formaður vísindaráðs LSH
Afhending þriggja hvatningarstyrkja til öflugra rannsóknarhópa
Páll Matthíasson forstjóri
Styrkhafarnir kynna rannsóknir sínar
Skylt efni:
Þrír sterkir rannsóknarhópar fengu 5 milljónir hver