Í kjölfar hamfaranna sem ofurfellibylurinn Hayian olli á Filippseyjum í síðustu viku hafa samtök Filippseyinga á Íslandi sett af stað ýmsa viðburði til að styðja við bágstadda í heimalandinu. Ljóst er að þúsundir manna létu lífið og margir eiga um sárt að binda á þessum óvissutímum.
Við í Starfsmannafélagi Landspítala hugsum hlýlega til samstarfsfólks okkar sem á rætur að rekja til Filippseyja og hvetjum alla starfsmenn til að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra fjölmargra viðburða og safnana sem filippeyskir samlandar okkar standa fyrir.
Hlaðborð með filippeyskum mat sunnudaginn 17. nóvember á Bambus í Borgartúni, kl. 13:00 til 17:00. Krónur 2.000.
Láta vita um þátttöku með tölvupósti á margaritah@icelandtravel.is eða í síma 862 9240.
Sölubás í Kolaportinu 16. og 17. nóvember - Íslensk-filippseyska félagið með sölubás til styrktar hjálparstarfinu.