Starfsemisupplýsingar Landspítala janúar til október 2013
Heldur færri rúm eru opin nú en á sama tíma í fyrra og þar með eru legur aðeins færri. Meðallegutíminn er áfram lengri nú en í fyrra sem nemur 2,4% og er 7,3 dagar. Komur á bráðamóttökur eru nú aðeins færri en komum á dag- og göngudeildir fer fjölgandi. Skurðaðgerðum hefur einnig fækkað sem nemur 1,4% miðað við sama tímabil 2012 en rannsóknum á rannsóknarsviði hefur fjölgað um 5,6%.