„Ástæða er til að fagna tillögu um rafræna sjúkraskrá þar sem lagt er til að þegar verði hafin markviss innleiðing hennar. Það yrði mikilvægt framfaraskref“. Þetta kemur fram í forstjórapistli Páls Matthíassonar þar sem hann vitnar til tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. „Þá er tæpt á nýframkvæmdum á vegum ríkisins og lagt til að slíkar framkvæmdir verði ekki hafnar án þess að sýnt sé fram á rekstrarsparnað eða augljósa samfélagslega arðsemi. Nýr Landspítali er nefndur í þessu samhengi og er það mat spítalans að margsinnis hafi verið sýnt fram á að verkefnið standist ofangreind álagspróf fyllilega.“
Leit
Loka