Um það bil 4.000 manns láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Segja má að allir upplifi með einum eða öðrum hætti afleiðingar umferðarslysa.
Minningarathöfnin við bráðamóttökuna í Fossvogi hefst klukkan 11:00:
10:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við spítalann.
11:00 Samkoman sett.
11:05 Innanríkisráðherra flytur ávarp og segir frá tilefni dagsins.
11:15 Einnar mínútu þögn.
11:16 Ólafur Ingvar segir reynslusögu.
11:21 Ellen Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Landspítala, segir reynslusögu.
11:30 Athöfn lýkur. Þátttakendum boðið til kaffis í bílageymslu bráðamóttökunnar.
Að lokinni athöfn mun innanríkisráðherra og væntanlega heilbrigðisráðherra halda inn á kaffistofu starfsmanna bráðamóttökunnar og færa þeim brauð og bakkelsi sem táknrænan þakklætisvott fyrir störf þeirra. Sú heimsókn verður ekki opin öðrum gestum minningardagsins.