Félag nýrnasjúkra færði meltingar- og nýrnadeild 13E vatnsvél og klakavél að gjöf nú á haustmánuðum. Þetta eru gjafir sem koma nú þegar í góðar þarfir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn deildarinnar. Klakavélin er sérstaklega kærkomin gjöf þar sem margir sjúklingar á deildinni þurfa vegna síns sjúkdóms að takmarka vökvainntekt og nýta sér þá að fá nokkra klaka í glasið frekar en að fylla það af vatni. Stjórn félagsins kom og þáði kaffiveitingar á deildinni þegar gjafirnar voru formlega afhentar. Starfsfólki 13E þótti sérstaklega vænt um að heyra þau hlýju orð sem stjórnin lét falla um deildina og starfsfólk hennar. Ómetanlegt sé fyrir deildina að eiga svona góðan bakhjarl eins og Félag nýrnasjúkra sem sé vakandi fyrir þörfum félagsmanna sinna.
Leit
Loka