Friðbert Jónasson, læknir á augndeild Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, tók um helgina við heiðursverðlaunum í Danmörku fyrir einstakan árangur í rannsóknum á sviði augnlækninga. Verðlaunin veitti Synoptic Foundation í Kaupmannahöfn. Sjóður með því nafni hefur árlega veitt heiðursverðlaun norrænum vísindamanni sem náð hefur „framúrskarandi árangri í rannsóknum á sviði augnsjúkdóma og skyldra greina“, eins og segir í rökstuðningi sjóðsins fyrir ákvörðun sinni. Synoptic Foundation hefur veitt þessu virtu verðlaun frá árinu 1996 en í valnefndinni eru m.a. prófessorar við danska háskóla.
Til heiðurs Friðberti var haldið vísindamálþing í Kaupmannahöfn 3. nóvember 2013. Þar fjölluðu norrænir vísindamenn um rannsóknir Friðberts og tengd efni. Friðbert hélt sjálfur yfirlitsfyrirlestur um rannsóknir sínar og tók við heiðursverðlaunum.
Til heiðurs Friðberti var haldið vísindamálþing í Kaupmannahöfn 3. nóvember 2013. Þar fjölluðu norrænir vísindamenn um rannsóknir Friðberts og tengd efni. Friðbert hélt sjálfur yfirlitsfyrirlestur um rannsóknir sínar og tók við heiðursverðlaunum.