Hringskonur gáfu á nýja barnaskoðunarstofu háls-, nef- og eyrnalækninga
Hringskonur gáfu á nýja barnaskoðunarstofu háls-, nef- og eyrnalækninga B3 í október 2013 - Stjórn Hringskvenna, Valgerður Einarsdóttir formaður, Anna Snæbjörnsdóttir, Sjöfn Hjálmarsdóttir, Erna Franklín, Margrét Ó. Magnúsdóttir. Bára Þ. Þorgrímsdóttir deildarstjóri, Hannes Petersen yfirlæknir.
Opnuð hefur verið barnaskoðunarstofa á göngudeild háls-, nef- og eyrnalækninga B3 í Fossvogi en hún tilheyrir starfsemi göngudeildar skurðlækninga. Það sem gerði kleift að opna skoðunarstofuna var fjöldi veglegra gjafa sem Hringskonur færðu deildinni formlega 24. október 2013. Þetta voru borð fyrir áhöld til skoðunar á sjúklingum, "fiberlaryngoscope" barna, höfuðljós og smásjá. Allt nauðsynlegur búnaður fyrir skoðunarstofu af þessu tagi sem fulltrúar starfsmanna lýstu mikilli ánægju með að fá og þökkuðu fyrir.