Nýi línuhraðallinn á geislameðferðardeild Landspítala var hífður í hús fyrir hádegi 21.október 2013 ásamt fylgihlutum. Þyngsti hluti hans vegur um 4,5 tonn (sá á stærstu myndinni). Til verksins var fenginn öflugur krani og híft niður um op á þaki K-byggingarinnar við Hringbraut sem ætlað er til þess að flytja um stóran tækjabúnað. Línuhraðallinn var síðan dregin eftir göngum og inn á stofuna þar sem honum er ætlað framtíðaraðsetur. Ýmsar breytingar þurfti að gera á húsnæðinu til þess að koma honum fyrir.
Nú tekur við uppsetning á tækjabúnaðinum, endanlegur frágangur á húsnæðinu og þjálfun starfsfólks. Þess er vænst að línuhraðallinn verði kominn í notkun um miðjan desember.
Fjölmargir hafa lagt kaupum á þessu öfluga tæki til krabbameinslækninga lið með peningagjöfum.
Söfnun fyrir línuhraðlinum stendur enn yfir, söfnunarreikningurinn er númer 0513 26 22245 6403944479.
Smella á myndir til að stækka