Tæplega 47 milljónir söfnuðust í átakinu Á allra vörum með frjálsum framlögum og sölu á varaglossum. Safnað var fyrir nýrri bráðageðdeild á geðsviði Landspítala. Páll Matthíasson, settur forstjóri Landspítala veitti fjármununum viðtöku í gær. Páll þakkaði Gróu, Guðnýu og Elísabetu hjá Allra vörum fyrir það mikla og árangursríka starf sem þær hafa unnið á undanförnum mánuðum, sem hefur leitt til þess að hægt verður að ljúka við uppbyggingu bráðageðdeildarinnar.
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff var viðstödd og tók við tíuþúsundasta glossiu,en Dorrit hefur stutt dyggilega við Á allra vörum safnanir allt frá upphafi.
Mynd: Á myndinni eru frá vinstri; Guðný Pálsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir, María Einisdóttir, Dorrit Moussaieff og Páll Matthíasson