Samtökin Hjartaheill urðu 30 ára þann 8. október 2013 og var af því tilefni haldið málþing í Hringsal á Landspítala. Þar sagði Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, frá félaginu og tilurð þess. Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga, flutti erindi um nýjungar í hjartalækningum og hjartaþræðingum. Davíð O. Arnar, yfirlæknir Hjartagáttar, flutti erindi um gagnsemi vísindarannsókna fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðiskerfið.
Í tenglum við afmælið hafa Hjartaheill og Neistinn hrundið af stað átakinu „Styrkjum hjartaþræðina“ til að safna fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítala. Lionsklúbbarnir Freyr og Víðarr hafa einnig styrkt söfnunina. Söfnunin stendur yfir og vonir standa til þess að hægt verði að taka nýtt hjartaþræðingartæki í notkun í desember á þessu ári.
Í tenglum við afmælið hafa Hjartaheill og Neistinn hrundið af stað átakinu „Styrkjum hjartaþræðina“ til að safna fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítala. Lionsklúbbarnir Freyr og Víðarr hafa einnig styrkt söfnunina. Söfnunin stendur yfir og vonir standa til þess að hægt verði að taka nýtt hjartaþræðingartæki í notkun í desember á þessu ári.
Smella á myndir Björns Ófeigssonar til að stækka þær
|
|
Styrkjum hjartaþræðina
LEIÐ 1:
Valgreiðslur birtast í heimabönkum elsta íbúa hvers heimilsfangs.
LEIÐ 2
Styrktarsímanúmer
907 1801 - 1000 kr. framlag
907 1803 - 3000 kr. framlag
907 1805 - 5000 kr. framlag
LEIÐ 3
Leggja inn á reikning. Hentar fyrirtækjum og öðrum sem vilja láta meira af hendi rakna.
0513 - 26 - 1600
kt: 511083 0369