Friðbjörn R. Sigurðsson hefur verið ráðinn yfirlæknir almennra lyflækninga tímabundið frá 1. október 2013. Staðan verður síðan auglýst og miðað við að ráðið verði í hana til fimm ára ekki síðar en 1. apríl 2014.
Friðbjörn fer fyrir almennum lyflækningum á spítalanum og ber sérstaklega ábyrgð á deild A2
Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítala frá 12. september 2013 og tilkynningu forstjóra LSH og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs sama dag kemur fram að gerðar verða breytingar á skipulagi lyflækningasviðs sem styrkja faglega forystu og rekstrarlega ábyrgð. Þessar breytingar miða að því að styrkja almennar lyflækningar á Landspítala.
Friðbjörn fer fyrir almennum lyflækningum á spítalanum og ber sérstaklega ábyrgð á deild A2
Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítala frá 12. september 2013 og tilkynningu forstjóra LSH og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs sama dag kemur fram að gerðar verða breytingar á skipulagi lyflækningasviðs sem styrkja faglega forystu og rekstrarlega ábyrgð. Þessar breytingar miða að því að styrkja almennar lyflækningar á Landspítala.
Yfirlæknir almennra lyflækninga er formaður sérstaks starfshóps lækna sviðsins sem skila á forstjóra og framkvæmdastjórn LSH skriflegum tillögum um framangreint efni. Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni til forstjóra fyrir 30. nóvember og jafnframt koma með tillögur um hvernig útfæra megi niðurstöðuna.
Starfshópinn skipa auk Friðbjörns Sigurðssonar læknarnir Hlíf Steingrímsdóttir, Runólfur Pálsson, Arna Guðmundsdóttir, Karl Andersen, Anna Björg Jónsdóttir og Margrét Jóna Einarsdóttir.