Sú staða kom upp á Landspítala síðdegis í dag, 8. október 2013, að bæði tölvusneiðmyndatæki spítalans voru biluð í nokkrar klukkustundir. Tækið í Fossvogi, sem er aðeins nokkurra ára gamalt, hefur verið bilað undanfarna 5 daga og er búist við að viðgerð takist og það komist í notkun á morgun, miðvikudag. Við þessar aðstæður eru sjúklingar sendir til myndatöku á Landspítala Hringbraut.
Um kl. 14:30 í dag var svo tilkynnt að tölvusneiðmyndatækið á Landspítala Hringbraut hefði einnig bilað.
Framkvæmdastjórn boðaði þegar til skyndifundar með stjórnendum bráðamóttöku, röntgendeildar og gjörgæsludeilda. Á þeim fundi var sett upp áætlun sem tryggði að þeir sjúklingar sem gætu þurft tölvusneiðmyndatöku án tafar fengju hana í Orkuhúsinu.
Tveir sjúklingar þurftu á þessari þjónustu að halda í dag. Gerðar voru ráðstafanir til þess að tryggja öryggi sjúklinga eins og unnt var við þessar óvenjulegu aðstæður.
Viðgerð á tækinu á Landspítala Hringbraut tókst fyrir kl. 19:00 og byrjað er að nota það á ný.
Um kl. 14:30 í dag var svo tilkynnt að tölvusneiðmyndatækið á Landspítala Hringbraut hefði einnig bilað.
Framkvæmdastjórn boðaði þegar til skyndifundar með stjórnendum bráðamóttöku, röntgendeildar og gjörgæsludeilda. Á þeim fundi var sett upp áætlun sem tryggði að þeir sjúklingar sem gætu þurft tölvusneiðmyndatöku án tafar fengju hana í Orkuhúsinu.
Tveir sjúklingar þurftu á þessari þjónustu að halda í dag. Gerðar voru ráðstafanir til þess að tryggja öryggi sjúklinga eins og unnt var við þessar óvenjulegu aðstæður.
Viðgerð á tækinu á Landspítala Hringbraut tókst fyrir kl. 19:00 og byrjað er að nota það á ný.