Kristín Huld Haraldsdóttir skurðlæknir varði doktorsritgerð sína Interstitial laser thermotherapy (ILT) of breast cancer - Methodology and immunological response við læknadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð 14. september 2013.
Aðalleiðbeinandi Kristínar Huldar var Karl-Göran Tranberg prófessor og aðstoðarleiðbeinandi Christian Ingvar prófessor við háskólann í Lundi. Andmælandi var Stig Holmberg dósent við háskólann í Gautaborg, Svíþjóð.
Kristín Huld lauk námi við læknadeild Háskóla Íslands 1997 og hlaut sérfræðiréttindi í almennum skurðlækningum 2003. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í almennum skurðækningum við skurðlækningadeild Landspítala frá árinu 2009.