Fulltrúar frá Endurhæfingu LR á geðsviði Landspítala veittu 4. október 2013 viðtöku 500 þúsund króna styrk frá Sorpu / Góða hirðinum. Umsóknir um styrki frá Góða hirðinum / Sorpu sem komu til álita við úthlutun voru 40 talsins. Þau félaga- og líknarsamtök sem hlutu styrki voru 17. Hin ýmsu verkefni fengu styrk í þetta sinn og var Endurhæfing LR þar á meðal.
Styrkurinn kemur sér vel en hann verður nýttur í verkefni innan Endurhæfingar LR sem nefnist Listafl, þ.e. til kaupa á myndlistarvörum, svo sem striga, trönum og málningu.
Endurhæfing LR er opin endurhæfingardeild sem þjónar 7 einstaklingum í sólarhringslegu, 15-20 á dagdeild og 10 í dagþjónustu. Á deildinni er veitt sérhæfð meðferð fyrir einstaklinga á aldrinum 18-30 ára með geðrofssjúkdóma. Miðað er við að lengd endurhæfingar sé 12 til 24 mánuðir en tímalengd ákvarðast af árangri, framvindu og virkni einstaklings í endurhæfingu.
Styrkurinn kemur sér vel en hann verður nýttur í verkefni innan Endurhæfingar LR sem nefnist Listafl, þ.e. til kaupa á myndlistarvörum, svo sem striga, trönum og málningu.
Endurhæfing LR er opin endurhæfingardeild sem þjónar 7 einstaklingum í sólarhringslegu, 15-20 á dagdeild og 10 í dagþjónustu. Á deildinni er veitt sérhæfð meðferð fyrir einstaklinga á aldrinum 18-30 ára með geðrofssjúkdóma. Miðað er við að lengd endurhæfingar sé 12 til 24 mánuðir en tímalengd ákvarðast af árangri, framvindu og virkni einstaklings í endurhæfingu.