Veittur var styrkur til þrenns konar verkefnis, samtals 550.000 krónur.
1. Uppfærsla á fræðsluvefnum skurðlækningarbrjóstakrabbameina.is
2. Kaup á fræðsluefni fyrir sjúklinga sem þurfa að fara í skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameins
3. Ferðastyrkur til námsdvalar á Háskólasjúkrahúsinu í Helsinki til að læra nýja tegund brjóstauppbyggingar eftir brjóstnám
Fyrirhugað er að styrkir verði framvegis veittir þann 3. október ár hvert en það var fæðingardagur Margrétar.
Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur var stofnaður á fæðingardegi hennar 3. október 2010 en þá hefði Margrét orðið 55 ára. Að undirbúningi stofnunar sjóðsins stóðu fulltrúar lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast skurðmeðferð brjóstakrabbameins, fulltrúar Bætum ein-stök brjóst og ættingjar Margrétar. Fjáröflun sjóðsins felst m.a. í sölu bæði minningar- og afmæliskorta á vefnum www.maggaodds.is.
Margrét Oddsdóttir fæddist 3. október 1955 og lést 9. janúar 2009. Hún var prófessor í skurðlækningum við læknadeild Háskóla Íslands og varð 2001 fyrsti yfirlæknir skurðlækningadeildar Landspítala eftir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið áður. Margrét var frumkvöðull í kviðsjárskurðlækningum hér á landi og naut alþjóðlegrar virðingar fyrir störf sín.
Nánar um Margréti á www.maggaodds.is.