Hrund Scheving Thorsteinsson ver doktorsritgerð sína „Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir: Virkni og spáþættir" við hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands fimmtudaginn 10. október 2013.
Andmælendur eru dr. Lars Wallin, prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans í Dölunum í Svíþjóð, og dr. Þóra B. Hafsteinsdóttir, dósent við deild endurhæfingar, hjúkrunarfræði og íþrótta við heilbrigðisvísindamiðstöð háskólans í Utrecht í Hollandi.
Dr. Helga Jónsdóttir, prófessor og forseti hjúkrunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst kl. 13:00
.