María Einisdóttir er hefur verið ráðin framkvæmdastjóri geðsviðs til 1. apríl 2014
María hefur verið mannauðsráðgjafi og staðgengill framkvæmdastjóra á geðsviði Landspítala frá 2010. Hún lauk BSc í hjúkrunarfræði frá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1988 og meistaranámi í hjúkrunarfræðum, með sérstaka áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun, frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2007.
María var deildarstjóri á móttökugeðdeild 33C á Landspítala Hringbraut 2001 til 2009 og deildarstjóri á endurhæfingargeðdeild 13 Kleppi frá 1992 til 2001.