„Miðað við þá starfsemi sem við veitum í dag er ljóst að rekstrarkostnaður ársins 2013 verður meiri en fjárlög ársins gera ráð fyrir. Í fjárlögum 2014 kemur fram svo til óbreytt rekstrarfé til spítalans og ætlað fé til kaupa á tækum og búnaði til spítalans er umtalsvert minna en á síðasta ári. Ef þetta verður niðurstaða fjárlaga er ljóst að áframhaldandi aðhaldsaðgerða er þörf og hefur hagdeild spítalans áætlað að sú upphæð geti numið 1.200-1.800 mkr. eða 2,5-3,5%. Það er ekki svigrúm til frekari niðurskurðar. Hallarekstur ársins þarf því að bæta en þó er enn mikilvægara að tryggja fjármagn til starfseminnar á næsta ári.“
Leit
Loka